Vopnfirðingar fjölmenntu í minningarathöfn um Violetu

mbl.is/Jón Sigurðsson

Vopnfirðingar minntust Violetu Mitul í Vopnafjarðarkirkju í gærkvöldi. Violeta lést af slysförum aðfaranótt mánudags. Hún var 26 ára að aldri og fædd í Moldóvu. Violeta var leikmaður meistaraflokks Einherja en frá því í vor hafði hún spilað 19 leiki fyrir félagið og skorað fjögur mörk.

Fjöldi lagði leið sína í kirkjuna en að athöfn lokinni var gengið frá kirkjunni að Vopnafjarðarvelli og kveikt á friðarkertum. Á vellinum var myndað hjarta með kertum og einnig númerið hennar, en hún lék í treyju númer ellefu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert