Fjallkóngur í 42 ár

Kristinn Guðnason í essinu sínu í september árið 2009.
Kristinn Guðnason í essinu sínu í september árið 2009. mbl.is/RAX

Kristinn Guðnason frá Skarði í Landsveit hefur verið fjallkóngur í smalamennsku í Landmannaafrétti frá árinu 1981.

Á næstunni kemur út heimildamyndin Konungur fjallanna í leikstjórn Arnars Þórissonar og þar er Kristinn í lykilhlutverki. Morgunblaðið hafði samband við Kristinn og spurði hvort hann væri spenntur fyrir myndinni?

„Já já auðvitað er maður spenntur að sjá hvernig til hefur tekist. Ég hef fengið að sjá úr myndinni og ég er þokkalega ánægður þótt manni finnist svolítið skrítið að horfa á eitthvað sem fjallar að stórum hluta um mann sjálfan,“ segir Kristinn í samtali við Sunnudagsblaðið. Framleiðendur myndarinnar eru Áslaug Pálsdóttir og Guðrún Hergils Valdimarsdóttir. Fylgdu þær og fleira kvikmyndagerðafólk Kristni vel eftir í smölun á undanförnum árum. 

Úr heimildamyndinni Konungur fjallanna. Fjallkóngurinn Kristinn Guðnason veltir fyrir sér …
Úr heimildamyndinni Konungur fjallanna. Fjallkóngurinn Kristinn Guðnason veltir fyrir sér næsta leik í stöðunni.

Langaafi Kristins var einnig fjallkóngur og hlutverkið er að einhverju leyti í ættinni. Er ekki sjaldgæft að menn gegni hlutverki fjallkóngs í fjóra áratugi?

„Jú ég held að það sé sjaldgæft núorðið. Stundum er þó talað um að ef mönnum gangi á annað borð sæmilega í þessu starfi þá verði þeir lengi. Mig langar ekki sérstaklega til að hætta þótt ég verði að gera það bráðlega. Þessar ferðir okkar eru vinsælar og það er afskaplega jákvætt. Fyrir vikið er margt fólk sem kemur að þessu og það getur verið dálítið mál að stjórna mörgum. Í raun er þetta lúxus vandamál hjá okkur miðað við marga í kringum okkur. Við þurfum að neita fólki um að koma með og fólk sem hefur áhuga á að fara á fjall setur sig á biðlista hjá okkur. Á haustin er það með leiðinlegri verkefnum hjá manni að þurfa að neita fólki sem maður veit að er prýðilegt,“ segir Kristinn og segir að hans hópur hafi verið vel mannaður þó nokkuð mörg ár.

Viðtalið í heild sinni er að finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Úr heimildamyndinni Konungur fjallanna.
Úr heimildamyndinni Konungur fjallanna.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert