140 smáskjálftar mælst

Í fyrrnótt reið yfir snarpur skjálfti af stærðinni 3,8 vestan …
Í fyrrnótt reið yfir snarpur skjálfti af stærðinni 3,8 vestan við Kleifarvatn, en síðan þá hafa um 140 smáskjálftar mælst á svæðinu. Kort/Veðurstofa Íslands

Um 140 smáskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá því að snarpur skjálfti varð vest­an við Kleif­ar­vatn í fyrrinótt.

Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að skjálftarnir séu allir undir 1,5 að stærð en auk þess mældist skjálfti upp á 2,5 á svipuðum slóðum klukkan 8.36 í morgun.

Skjálftinn sem mældist í fyrrinótt var 3,8 að stærð og varð tveimur kílómetrum vest­an við Kleif­ar­vatn klukkan 3.24. Sá skjálft­i er hluti af virkn­inni á Reykja­nesskaga.

Landris vísbending um kvikusöfnun

Morg­un­blaðið greindi frá því í byrj­un mánaðar að landris væri hafið á Reykja­nesskaga að nýju og hef­ur það nú náð um það bil 1,5 cm frá því að síðasta eld­gosi lauk við Litla-Hrút fyr­ir rúmum mánuði.

„Þetta eru fyrstu merki um að kvika sé byrjuð að safnast undir mjög miklu dýpi. Hversu hröð sú framþróun verður er mjög erfitt að segja til um,“ segir Einar.

Magnús Freyr Sig­ur­karls­son, sem er einnig nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á veðurstofunni, sagði við mbl.is í vikunni að landrisið væri stöðugt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert