Féll fram af klettum á Vopnafirði

Frá vettvangi á Vopnafirði í morgun.
Frá vettvangi á Vopnafirði í morgun. mbl.is/Jón Sigurðarson

Kona féll niður af klettum við smábátahöfnina á Vopnafirði á sjöunda tímanum í morgun. Áverkar töldust minniháttar og var gert að meiðslum hennar á heilsugæslu Vopnafjarðar.

Þetta staðfestir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í skriflegu svari til mbl.is.

Konunni hafði skrikað fótur sem varð til þess að hún féll.

Meta ráðstafanir til úrbóta

Banaslys varð á svipuðum slóðum fyrir rétt viku síðan.

Í kjölfarið hófst vinna á vegum sveitarfélagsins til þess að meta hættu á staðnum og mögulegar ráðstafanir til úrbóta. Sú vinna er enn í gangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert