Sigtryggur Sigtryggsson
Nýbygging Alþingis að Tjarnargötu 9 verður ekki tilbúin áður en þing kemur saman eins og stefnt var að. Nýtt löggjafarþing verður sett í næstu viku, þriðjudaginn 12. september.
Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis segir að í vor hafi orðið ljóst að ekki yrði unnt að hefja starfsemi í nýja húsinu fyrir byrjun löggjafarþingsins. „Framkvæmdir hafa gengið ágætlega síðustu mánuði þótt sumt hafi gengið hægar en vonir stóðu til,“ segir Ragna.
Hún segir að enn séu nokkrar vikur í að húsið verði tekið í notkun. Heppilegt hefði verið að geta flutt starfsemina í kjördæmaviku, sem stendur yfir 2. til 6. október. Ljóst er að það mun ekki takast.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær, 9. september.