Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins berst nú við eld sem upp kom á annarri hæð iðnaðarhúsnæði í Urðarhvarfi í Kópavogi á sjöunda tímanum í kvöld.
Lögreglan fékk tilkynningu um málið klukkan 18.55.
Uppfært klukkan 19.55:
Sigurjón Hendriksson, varðstjóri slökkviliðsins, segir í samtali við mbl.is að slökkviliðið sé búið að eiga við töluverðan eld í húsnæðinu en að aðgerðir gangi vel.
Engin tilkynning hefur borist um að fólk hafi slasast.
Eldurinn er á efri hæð í tveggja hæða byggingu. Eldsupptökin voru í miðju húsnæði og breiddi vel úr sér. Slökkviliðið hóf strax að sækja að eldinum úr sunnanátt og norðanátt.
Vel gengur að ráða niðurlögum eldsins og reykmökkurinn fer dvínandi.