Langar biðraðir í Leifsstöð

Raðir úr öryggisleitinni teygðu sig alla leið niður í komusal …
Raðir úr öryggisleitinni teygðu sig alla leið niður í komusal Leifsstöðvar. Ljósmynd/Aðsend

Mikil örtröð myndaðist í Leifsstöð í morgun og náðu biðraðir alla leið niður í komusalinn. Vísir greindi fyrst frá.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir raðirnar að sökum undirmönnunar vegna veikinda í starfsmannahópnum. Vegna veikindanna hafi ekki verið hægt að opna nógu margar öryggisleitarstöðvar til að verða við álaginu. 

Ein seinkun yfir 30 mínútum

Aðspurður segir hann þó eitthvað byrjað að létta á álaginu og að minnsta kosti ein öryggisstöð til viðbótar hafi verið opnuð nú þegar. Hann viti ekki til þess að fólk hafi misst af flugum af vegna seinkunarinnar. 

Samkvæmt brotfararyfirliti Isavia virðast þó ekki hafa verið miklar seinkanir á flugi og var aðeins ein seinkun yfir 30 mínútum, en flugi Icelandair til Parísar var seinkað um 37 mínútur, þó ekki liggi fyrir hvort það tengist örtröðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert