10,5 milljarða innspýting

Í frumvarpinu segir að staða Landspítalans sem stærstu heil­brigðisstofnunar landsins …
Í frumvarpinu segir að staða Landspítalans sem stærstu heil­brigðisstofnunar landsins verði styrkt. Þá kemur fram að uppbygging húsnæðis Landspítala við Hringbraut sé stærsta beina fjárfestingarverkefni ríkisins frá upphafi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í fjár­laga­frum­varpi næsta árs eru heil­brigðismál í for­grunni nú líkt og áður. Stærsta ein­staka fram­kvæmd­in í frum­varp­inu er bygg­ing nýja Land­spít­al­ans en fjár­heim­ild til verk­efn­is­ins er auk­in um 10,5 millj­arða og verður tæp­lega 24 millj­arðar kr. á ár­inu.

Fram kem­ur í frum­varp­inu, að spít­al­inn, sem rísi nú hratt, sé stærsta fjár­fest­inga­verk­efni rík­is­ins í sög­unni og muni gjör­bylta aðstöðu og um­gjörð heil­brigðisþjón­ustu í land­inu.

Upp­steypa meðferðakjarna á að ljúka fyrri hluta árs 2024. Þá verður ráðist í fram­kvæmd­ir við upp­steypu rann­sókna­húss og bíla­stæðahúsa við Hring­braut ásamt klæðningu út­veggja meðferðakjarna, að því er fram kem­ur í frum­varp­inu. 

Grafík/​Fjár­málaráðuneytið

„Alls aukast út­gjöld til heil­brigðismála um rúm­lega 14 ma.kr. að raun­gildi milli ára en auk bygg­ing­ar Land­spít­al­ans má nefna rekst­ur hjúkr­un­ar­rýma, fram­lög til heil­brigðis­stofn­ana og sjúkra­trygg­inga og samn­inga við sér­greina­lækna,“ að því er seg­ir í frum­varp­inu. 

Tekið er fram að upp­bygg­ing hús­næðis Land­spít­ala við Hring­braut sé stærsta beina fjár­fest­ing­ar­verk­efni rík­is­ins frá upp­hafi. Í fjár­mála­áætl­un­inni sé líkt og í fjár­mála­áætl­un 2023–2027 gert ráð fyr­ir nauðsyn­leg­um fjár­veit­ing­um til upp­bygg­ing­ar meðferðar­kjarna. Nú sé unnið að áætl­un fyr­ir ann­an áfanga í upp­bygg­ing­unni. Þar verði einnig tek­in inn áætl­un um upp­lýs­inga­tækni, tæki og aðra innviði. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert