Andlát: Einar Guðberg Jónsson

Einar Guðberg Jónsson lést á líknardeild Landspítala í Kópavogi hinn …
Einar Guðberg Jónsson lést á líknardeild Landspítala í Kópavogi hinn 5. september, 45 ára að aldri. mbl.is

Einar Guðberg Jónsson lögreglufulltrúi lést á líknardeild Landspítala í Kópavogi hinn 5. september, 45 ára að aldri.

Einar Guðberg fæddist í Reykjavík 16. mars 1978, sonur hjónanna Olgu Aðalbjargar Björnsdóttur húsmóður og Jóns Inga Einarssonar skólastjóra. Hann var yngstur fjögurra systkina en systur hans eru Aðalheiður Björk, Birna Kristín og Dagný.

Að loknu stúdentsprófi lauk Einar Guðberg námi frá Lögregluskóla ríkisins árið 2000. Hann hóf störf hjá Lögreglustjóranum í Reykjavík á A-vakt árið 1999 og starfaði hjá embættinu til dauðadags, með þeirri undantekningu þegar hann leysti af sem lögreglumaður hjá Sýslumanninum á Eskifirði árið 2001.

Einar Guðberg færði sig yfir í rannsóknarlögregluna árið 2006 og vann lengi í kynferðisafbrotadeild. Þá leiddi hann starfið í ofbeldisrannsóknum og síðar mansals- og vændisrannsóknum sem lögreglufulltrúi. Hann leysti einnig af sem aðstoðaryfirlögregluþjónn í miðlægri rannsóknardeild.

Einari Guðbergi var treyst fyrir ýmsum störfum og kenndi til að mynda námskeið lögreglunnar í yfirheyrslutækni en hann hafði sérhæft sig í því og sótt námskeið erlendis.

Gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum tengdum lögreglustarfinu. Hann var gjaldkeri og síðar forseti Íslandsdeildar Alþjóðasamtaka lögreglumanna (International Police Association – IPA) á árunum 2006-2021. Árið 2019 var hann kosinn í heimsstjórn IPA og sat í henni til dauðadags. Hann gegndi auk þess trúnaðarstörfum fyrir Lögreglufélag Reykjavíkur.

Eftirlifandi eiginkona hans er Guðný Klara Kristjánsdóttir, sérfræðingur á flugrekstrarsviði Icelandair. Dætur þeirra eru Vigdís Björg, Hafdís María og Bryndís Helga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert