„Blaut tuska í andlit þjóðarinnar“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flokk­ur fólks­ins seg­ir orðræðu Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála-og efna­hags­ráðherra við kynn­ingu fjár­laga í dag vera blauta tusku í and­lit þjóðar­inn­ar.

Þá sé já­kvæð fram­setn­ing fjár­lag­anna sem leggi áherslu á vax­andi tekj­ur rík­is­sjóðs og kröft­ug­an kaup­mátt þjóðar­inn­ar vill­andi þar sem fjár­hags­staða fólks­ins í land­inu fari versn­andi. 

Segja ósam­ræmi milli hækk­un líf­eyr­is al­manna­trygg­inga og verðbólgu

Í til­kynn­ingu sem Flokk­ur fólks­ins sendi frá sér í dag fer flokk­ur­inn hörðum orðum um hvernig komið sé til móts við ör­yrkja og eldri borg­ara í fjár­laga­frum­varp­inu sem kynnt var í dag, þá sér­stak­lega þegar komi að líf­eyri al­manna­trygg­inga. 

„Í fjár­laga­frum­varp­inu má sjá að rík­is­stjórn­in ætl­ar enn eina ferðina að mis­nota 62. gr. al­manna­trygg­inga sem seg­ir að fjár­hæðir lag­anna skuli hækka til sam­ræm­is við launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag,“ seg­ir í til­kynn­ingu flokks­ins.

„Líf­eyr­ir al­manna­trygg­inga hækk­ar aðeins um 4,9%, þrátt fyr­ir að meðaltal verðbólgu fyrstu 8 mánuði árs­ins hafi mælst 9,2%: Þetta eyk­ur kjaragliðnun enn frek­ar hjá þjóðfé­lags­hópi sem lif­ir langt und­ir lág­marks­viðmiðum. Samt seg­ir fjár­málaráðherra „kjör líf­eyr­isþega eru áfram var­in“.“

„Rík­is­stjórn­in stend­ur aðgerðalaus“

Flokk­ur fólks­ins er einnig gagn­rýn­inn á Seðlabank­ann og orðræðu Bjarna Bene­dikts­son­ar í tengsl­um við aukna greiðslu­byrði þeirra sem þurfi að greiða af hús­næðis­skuld­um. 

„Orðræða fjár­málaráðherra er blaut tuska í and­lit þjóðar­inn­ar sem reyn­ir að halda sjó eft­ir að greiðslu­byrði þeirra hef­ur marg­fald­ast. Tæp­ur helm­ing­ur þjóðar­inn­ar á nú í erfiðleik­um með að ná end­um sam­an en rík­is­stjórn­in stend­ur aðgerðalaus hjá á meðan Seðlabank­inn keyr­ir áfram öfga­full mark­mið um að draga niður kjör þeirra sem eru með hús­næðis­skuld­ir,“ seg­ir í til­kynn­ingu flokks­ins. 

„Mark­mið sem koma harðast niður á þeim sem eiga minnst og skulda mest.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert