Fækka opinberum starfsmönnum um 200-300

Í frumvarpi til fjárlaga sem fjármálaráðherra kynnti morgun kemur fram …
Í frumvarpi til fjárlaga sem fjármálaráðherra kynnti morgun kemur fram að gert sðe ráð fyr­ir að launa­kostnaður stofn­anna lækki um 5 millj­arða króna. mbl.is/Árni Sæberg

Stöðugild­um op­in­berra starfs­manna mun fækka um 200-300 á næsta ári, að sögn Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra. 

Í frum­varpi til fjár­laga sem fjár­málaráðherra kynnti morg­un kem­ur fram að gert sé ráð fyr­ir því að launa­kostnaður stofn­ana lækki um 5 millj­arða króna milli ára.

Fram­línu­störf­um ekki fækkað

„Við telj­um að vegna starfs­manna­velt­unn­ar eigi að vera raun­hæft að draga úr stöðugild­um í op­in­bera rekstr­in­um,“ seg­ir Bjarni í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ir að ekki eigi að fækka fólki í fram­línu­störf­um.

Hvað eru mörg stöðugildi á bak við 5 millj­arða?

„Þegar upp er staðið er aug­ljóst að það geta verið 200-300 störf sem ella hefðu verið op­in­ber störf sem verða ým­ist af­lögð eða ekki til staðar,“ seg­ir Bjarni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert