Fjárlagafrumvarp ráðherra endurtekið efni

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir ekkert nýtt vera að frétta …
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir ekkert nýtt vera að frétta úr fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra sem kynnt var í dag. mbl.is/Arnþór

„Staðan er óbreytt frá því í vor þegar rík­is­stjórn­in lagði fram þessa fjár­máláætl­un. Þá var líka ekki mikið frétt­næmt. Það var mikið verið að end­ur­hanna og end­urkynna eldri til­lög­ur sem nýj­ar.“

Þetta seg­ir Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, innt eft­ir því hver henn­ar fyrstu viðbrögð séu við fjár­laga­frum­varpi Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­málaráðherra sem kynnt var í dag.

„Það virðist ekki vera mikið nýtt að frétta nema þá kannski ein­mitt það að þau virðast vera halda sínu striki óháð aðstæðum. Óháð því að við erum búin að fá viðbót­ar vaxta­hækk­an­ir í fangið og að verðbólg­an virðist mjög þrálát,“ seg­ir Kristrún.

Enn langt frá mark­miðinu

Kristrún seg­ist einnig hafa tekið eft­ir því að fjár­málaráðherra hafi gefið það sterk­lega til kynna að það sé lítið sem ekk­ert svig­rúm til að mæta vinnu­markaðnum með frek­ari aðgerðum í haust. 

„Upp­leggið í þess­um fjár­lög­um er auðvitað svo­lítið svo­leiðis. Það er ekk­ert nýtt sem miðar sér­stak­lega að þeirri vinnu. Jú það er auðvitað talað um hús­næðis­upp­bygg­ingu. Þúsund íbúðir með stuðningi hins op­in­bera á næsta ári. Það er auðvitað gott og gilt.

Við erum ánægð með það en þetta er enn þá langt frá því mark­miði sem upp­haf­lega var um 1.200 slík­ar íbúðir. Og þetta er mark­mið sem er búið að standa til í mörg ár en hef­ur aldrei tek­ist að standa við. En þessu fylg­ir fjár­veit­ing núna sem er auðvitað já­kvætt,“ seg­ir Kristrún.

Skil­ar sér ekki inn í heim­il­is­bók­haldið 

Hún seg­ir fram­setn­ing­una á barna­bóta­kerf­inu einnig vera eitt­hvað sem Sam­fylk­ing­in sé ekki ánægð með. „Þau segj­ast vera styðja við heim­il­in í land­inu með sterk­ara barna­bóta­kerfi. Þessi viðbót hef­ur verið stór­lega of­met­in. Part­ur af því er að það hef­ur verið svo mik­il verðbólga í kerf­inu á þessu ári og verður á næsta ári að þess­ar töl­ur hverfa mjög hratt í þessu ástandi,“ seg­ir Kristrún. 

Hún seg­ir að ef litið er til þess hversu háa upp­hæð rík­is­stjórn­in ætl­ar að greiða út úr barna­bóta­kerf­inu á næsta ári, sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu, þá hafi upp­hæðin ekki verið lægri á þess­ari öld. 

„Þannig þetta er ekk­ert nýtt úrræði. Ég er svo­lítið hrædd um að fólk verði fyr­ir mikl­um von­brigðum þegar það átt­ar sig á því að þetta er ein­fald­lega ekki að fara skila sér inn í heim­il­is­bók­haldið,“ seg­ir Kristrún.

Bros­leg til­laga ráðherra

Hún seg­ir að auðvitað myndi Sam­fylk­ing­in stýra efna­hags­mál­un­um og vel­ferðar­mál­un­um til lengri tíma með allt öðrum hætti. Því verði þó ekki breytt núna og því ein­beita þau sér að haust­inu og hvað sé hægt að gera inn í haustið til að koma í veg fyr­ir að allt fari í hart í kjaraviðræðum. 

„Ég hef áhyggj­ur af því að það sé ekki komið með eðli­leg­ar kjara­bæt­ur inn í þetta ástand til að stuðla að ró á vinnu­markaði. Í því sam­hengi er í raun bros­legt að ráðherra skuli kynna til­lög­ur til að hagræða í laun­um starfs­manna í efsta stjórn­sýslu­stig­inu og ætli sér þannig að spara launa­kostnað. En er mögu­lega að horfa upp á að launa­kostnaður al­mennt, í öllu kerf­inu, hækki veru­lega ef það geng­ur illa að ná sam­an í kjara­samn­ing­um vegna þess að vel­ferðar­mál­un­um er ekki sinnt. Þá er ég að tala um hús­næðisstuðning og barna­bæt­ur og í raun allt sem ver kaup­mátt fólks,“ seg­ir Kristrún og bæt­ir við að þetta sé vandi sem vind­ur upp á sig. 

„Hætt­an er auðvitað sú að fólk sé að reyna að spara á röng­um stöðum og fær það svo í fangið síðar meir.“

Lýsi hálf­gerðri upp­gjöf

„Þess­ar aðgerðir hjá fjár­málaráðherra og rík­is­stjórn­inni í dag, þær lýsa að ein­hverju leiti hálf­gerðri upp­gjöf því það er bara reynt að kroppa í efsta stjórn­sýslu­stigið, í stað þess að reyna ráðast að grunn­rót­um vand­ans. Vegna þess að fólk mun krefjast launa­hækk­ana ef það er ekki stutt við kjara­bæt­ur,“ seg­ir Kristrún.

Hún seg­ir að Sam­fylk­ing­in muni leggja fram sín­ar til­lög­ur að kjara­bót­um og seg­ir rík­is­stjórn­inni frjálst að nýta þær að vild. 

Áttu von á að það verði hlustað á ykk­ur núna?

„Það er aldrei að vita,“ seg­ir Kristrún en bæt­ir svo við: „En ég get al­veg sagt í ákveðinni hrein­skilni að miðað hversu oft við höf­um kynnt sömu til­lög­urn­ar kæmi það mér á óvart ef þau myndu ekki bara halda sínu striki áfram.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert