Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur sent Mohammed VI konungi af Marokkó samúðarkveðjur vegna hins mikla manntjóns sem varð þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir landið á föstudaginn.
Í bréfi forseta segir að hugur íslensku þjóðarinnar sé með þeim sem misst hafi ástvini og öðrum sem þjáist vegna hamfaranna. Á Íslandi búa yfir 800 Íslendingar af marokkósku bergi brotnir.
Yfir þrjú þúsund manns hafa fundist látnir eftir hamfarirnar.