Hækkun auki tekjur um 7,5 milljarða

Lagt verður til að bifreiðagjald hækki um 3,5% í samræmi …
Lagt verður til að bifreiðagjald hækki um 3,5% í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024 auk hækkunar á lágmarksfjárhæð gjaldsins sem lagt er á fólksbílarksfjárhæð bifreiðagjalds. mbl.is/Kristinn Magnússon

Af skattabreytingum sem til stendur að lögfesta á haustþingi ber hæst fyrra skrefið af tveimur að nýju heildarkerfi fyrir skattlagningu á ökutæki og eldsneyti sem ætlað er að auka tekjur ríkissjóðs um 7,5 milljarða árið 2024.

Þetta kemur fram í nýju fjárlagafrumvarpi en þar segir jafnframt, að tekjur ríkissjóðs af þeirri skattlagningu hafi rýrnað mikið á undanförnum árum samhliða breytingum á bílaflota landsmanna.

„Til að bregðast við þeirri þróun verður um áramótin komið á nýju, einföldu og sanngjarnara kerfi þar sem greiðslur bifreiðaeigenda verða í auknum mæli tengdar notkun þeirra á vegakerfinu auk þess sem að lágmark bifreiðagjalds verður hækkað.“

Þá kemur fram að tekjur af ökutækjum og eldsneyti á árinu 2024 séu áætlaðar 63,3 milljarðar. Þar af eru 7,5 milljarðar, sem fyrr segir, vegna fyrstu skrefa innleiðingar á nýju heildarkerfi fyrir skattlagningu ökutækja og eldsneytis og hækkun á lágmarksfjárhæð bifreiðagjalds.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert