Ríkið greiðir 129 milljónir á mánuði í húsaleigu

Húsnæðið er einkum í Reykjavík, Reykjanesbæ og Hafnarfirði, en einnig …
Húsnæðið er einkum í Reykjavík, Reykjanesbæ og Hafnarfirði, en einnig víðar um land. mbl.is/Sigurður Bogi

Mánaðarlega greiðir ríkissjóður 129 milljónir fyrir húsnæði sem tekið hefur verið á skammtímaleigu fyrir fólk á flótta og umsækjendur um alþjóðlega vernd. Húsnæðið er samtals um 37 þúsund fermetrar.

Þetta kemur fram í svari félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins. Heildarfjöldi gistiplássa í umræddu húsnæði er um 2.300 og fjöldi herbergja ríflega 900.

Húsnæðið er einkum í Reykjavík, Reykjanesbæ og Hafnarfirði, en einnig víðar um land, t.d. í Grindavík, Bláskógabyggð, Eyjum og á Akureyri.

Meira í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert