Tæp milljón á mann í heilbrigðismál

Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs í fjármálaráðuneytinu í dag.
Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs í fjármálaráðuneytinu í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Tæpum þriðjungi útgjalda ríkisins verður varið í heilbrigðismál á næsta ári eða 31 prósent. Munu þannig 960 þúsund krónur frá hverjum íbúa landsins renna til heilbrigðismála. 

Þetta er á meðal þess sem kom fram í kynningu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fjárlögum ársins 2024.

Til samanburðar renna 315 þúsund krónur frá hverjum íbúa til málefna aldraðra og 257 þúsund krónur í örorkugreiðslur í almannatryggingakerfinu. 

Skjáskot/Stjórnarráðið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert