25 fyrirtæki mótmæla sameiningunni

Í yfirlýsinginnu er sagt óskiljanlegt að Ásmundur Einar Daðason, mennta- …
Í yfirlýsinginnu er sagt óskiljanlegt að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra vilji sameina skólanna. Samsett mynd

Fyrirtæki á Akureyri mótmæla sameiningu MA og VMA í yfirlýsingu 25 fyrirtækja í atvinnulífi bæjarins.

Þar segir að Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri svari um margt ólíkum en mikilvægum kröfum nemenda, samfélags og atvinnulífs á Akureyri. Um þá fjölbreytni og samkeppni milli skólanna ríki víðtæk sátt.

„Óskiljanlegt er að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra vilji nú rjúfa þá sátt með sameiningu skólanna og fullyrði fortakslaust með hliðsjón af niðurstöðu stýrihóps í hans ráðuneyti,“ segir í yfirlýsingunni.

Breytingar valdi varanlegum skaða

Þar segir einnig að það sé áhyggjuefni að stjórnvald gangi til verka í þessum efnum með þeim hætti að gera fyrirfram hvorki greiningu á kostum og göllum sameiningarinnar, né á þörfum atvinnulífsins í landshlutanum. Þar að auki hafi ekki verið samráð við helstu hagsmunaaðila á svæðinu um fyrirhugaðar breytingar.

„Fyllsta ástæða er til að ætla að þær breytingar valdi framhaldsskólastiginu á Akureyri varanlegum skaða. Óskum við hér með eftir fundi með ráðherra til þess að fara vandlega yfir hans rök og okkar.“

Fyrirtækin sem skrifuð eru fyrir yfirlýsingunni:

Ak-inn

Bautinn Akureyri

Ferro Zink

Finnur verktaki og vélaleiga

Húsheild/Hyrna

Höldur - Bílaleiga Akureyrar

Íslensk Verðbréf

Kaldbakur

Kjarnafæði Norðlenska

Kælismiðjan Frost

Leirunesti

Malbikun Norðurlands

N Hansen

Norlandair

Rafeyri

Raftákn

Rub23

Samherji

Sigurgeir Svavarsson verktaki

Skógarböðin

Slippurinn Akureyri

SS Byggir

T-Plús

Vélfag

Veitingahúsið Greifinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert