Viðgerð á bilun sem olli netleysi á um helmingi af starfsstöðvum borgarinnar er lokið og ættu því allar starfsstöðvar að vera nettengdar á ný.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Bilun kom upp í kerfisrekstri Reykjavíkurborgar, sem úthlutar IP-tölum, í morgun. Bilunin olli því að tölvur borgarinnar náðu ekki allar netsambandi og hefur því verið unnið að viðgerð síðan í morgun.
Bilunin olli því meðal annars að loka þurfti Vesturbæjarlaug tímabundið fyrir almenningi þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi gesta vegna bilunarinnar.
Laugin var þó opnuð aftur klukkan 16.05.