Allar starfsstöðvar nettengdar á ný

AFP

Viðgerð á bilun sem olli netleysi á um helmingi af starfsstöðvum borgarinnar er lokið og ættu því allar starfsstöðvar að vera nettengdar á ný. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 

Allar starfsstöðvar Reykjavíkurborgar eru nettengdar á ný eftir bilun í …
Allar starfsstöðvar Reykjavíkurborgar eru nettengdar á ný eftir bilun í kerfisrekstri. mbl.is/Jón Pétur

Bil­un kom upp í kerf­is­rekstri Reykja­vík­ur­borg­ar, sem út­hlut­ar IP-töl­um, í morgun. Bil­un­in olli því að tölv­ur borg­ar­inn­ar náðu ekki all­ar net­sam­bandi og hefur því verið unnið að viðgerð síðan í morgun. 

Bilunin olli því meðal annars að loka þurfti Vest­ur­bæj­ar­laug tíma­bundið fyr­ir al­menn­ingi þar sem ekki var hægt að tryggja ör­yggi gesta vegna bilunarinnar. 

Laugin var þó opnuð aftur klukkan 16.05. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert