IKEA ítrekar innköllun á speglum

Gölluðu veggfestingarnar voru notaðar lengur en áður var talið.
Gölluðu veggfestingarnar voru notaðar lengur en áður var talið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

IKEA ítrekar innköllun til viðgerðar á ákveðnum LETTAN-speglum þar sem veggfestingunum er skipt út. IKEA hvetur viðskiptavini sem eiga LETTAN-spegla sem falla undir þessa innköllun að taka þá niður og fá sendar nýjar festingar þeim að kostnaðarlausu. 

Í janúar 2023 setti IKEA af stað innköllun á ákveðnum LETTAN-speglum vegna veggfestinga sem geta brotnað. Í tilkynningu segir að eftir nánari athugun og úttekt hjá framleiðendunum hafi komið í ljós að þessar gölluðu veggfestingar voru notaðar lengur en áður var talið. 

LETTAN-speglar sem nú falla undir innköllunina eru:

  • Allir LETTAN-speglar með framleiðsludagsetningu til og með 2105 (ÁÁVV)
  • LETTAN-speglar með framleiðandanúmerið 21944 og framleiðsludagsetningu til og með 2325 (ÁÁVV)

Aftan á LETTAN-speglunum má finna miða með framleiðsludagsetningunni og framleiðandanúmerinu. Viðskiptavinir geta haft samband við þjónustuver IKEA í síma 520-2500 eða í netfangið ikea@ikea.is. 

LETTAN-spegillinn.
LETTAN-spegillinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert