Jóhann Páll: Eins og Bjarni sjái ekki vandann

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði í ræðu sinni á Alþingi í kvöld að það væri órétt­látt að fólk sem glatað hefði starfs­get­unni, veikst eða lent í slysi væri dæmt til ævi­langr­ar fá­tækt­ar. Þannig eigi Ísland ekki að vera. 

Auk þess svaraði hann því sem fjár­málaráðherra hafði sagt í ræðu fyrr um kvöldið.

Hann sagði Sam­fylk­ing­una vera skýra með það hver þau eru og hvað þau standa fyr­ir, hvað sé í for­gangi og hvað ekki. 

„Það er efna­hag­ur og ör­yggi fólks sem er núm­er eitt tvö og þrjú,“ sagði Jó­hann Páll.

„Ég hef frétt­ir að færa, ráðherra“

Næst beindi Jó­hann orðum sín­um að Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, sem hafði í ræðu sinni fyrr um kvöldið hrósað vel­gengni Íslands í efna­hags­mál­um og sagt landið vera „á fullri ferð“.

„Hæst­virt­ur fjár­málaráðherra sagði hér áðan að hann væri að vernda kaup­mátt­inn. En ég hef frétt­ir að færa, ráðherra: Kaup­mátt­ur ráðstöf­un­ar­tekna fer rýrn­andi um þess­ar mund­ir,“ sagði Jó­hann.

„Þetta er staðreynd og æ fleiri eiga erfitt með að ná end­um sam­an. „Við erum á fullri ferð,“ sagði [Bjarni] og hreykti sér af því að við vær­um á fleygi­ferð, en þetta er vand­inn. Það er eins og ráðherra sjái það ekki að ofþanið hag­kerfi er vand­inn sem veld­ur verðbólgu og vaxta­hækk­un­um og bitn­ar á lífs­kjör­um fólks­ins í land­inu.“

Snýst um heim­il­is­bók­haldið

„Við í Sam­fylk­ing­unni gef­um eng­an af­slátt af kröf­unni um sam­trygg­ingu og mann­lega reisn. Við lít­um ekki í hina átt­ina þegar börn með þroskafrávik eru lát­in bíða meira en ár eft­ir þjón­ustu í einu rík­asta sam­fé­lagi heims,“ sagði Jó­hann. 

Þá leit þingmaður­inn beint í mynda­vél­ina og sagði að ef ein­hver ætti erfitt með að ná end­um sam­an ætti hann að vita að Sam­fylk­ing­in stæði með hon­um 

„Ef þú ert að slig­ast und­an efna­hagsó­stjórn­inni í land­inu, hækk­andi verðbólgu og hækk­andi vöxt­um, þá skaltu vita að þing­flokk­ur jafnaðarmanna vinn­ur fyr­ir þig. Þess vegna lögðum við til og feng­um samþykkt hér í þingsal að vaxta­bæt­ur voru hækkaðar og víkkaðar út til fjög­ur þúsund heim­ila sem ell­egar hefðu eng­an stuðning fengið. Því það er heim­il­is­bók­haldið sem okk­ar póli­tík snýst um, hvernig fólk hef­ur það frá degi til dags. Af­komu­ör­yggi, hús­næðis­ör­yggi, ör­uggt aðgengi að heil­brigðisþjón­ustu.“

Hann sagði að það þyrfti kjark til að afla tekna, styrkja grunn­inn, kjark til að brjóta upp fákeppni og klíkuræði og kjark til að taka stjórn á heil­brigðis­kerf­inu. „Og blása nýju lífi í vel­ferðarþjón­ust­una svo all­ir, ekki bara sum­ir, búi við ör­yggi. Þannig á Ísland að vera og þangað skul­um við stefna, stolt og glaðbeitt, áfram gakk,“ sagði Jó­hann að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert