Katrín: Fleira sem sameinar en sundrar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra lagði áherslu á það í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að það væri fleira sem sam­einaði bæði rík­is­stjórn­ina, og þjóðina, held­ur en sundraði henni. Mik­il­vægt væri að geta kom­ist að sam­eig­in­legri niður­stöðu í þágu heild­ar­inn­ar. 

Hún sagði verk­efni rík­is­stjórn­ar­inn­ar og alls Alþings vera ljós og skýr, ná niður verðbólgu og vöxt­um og byggja ofan á þann ár­ang­ur sem náðst hef­ur í efna­hags- og vel­ferðar­mál­um þrátt fyr­ir áhlaup síðustu ára.

Ábat­inn yrði sjá­an­leg­ur í vet­ur svo fremi sem þeim tæk­ist að vinna sam­an að stóru mark­miðunum. 

„Þau eru mörg, mik­il­vægu mál­in sem við þurf­um að tak­ast á við. Og ég hef enn trú því á að besta póli­tík­in sé að vinna að sátt um lausn­irn­ar frek­ar en póli­tík sem snýst um að herða pól­ana og færa þá lengra í sund­ur. Og ég er viss um að við sem byggj­um þetta land erum lang­flest sam­mála um það,“ sagði Katrín.

Greiða fyr­ir samn­ing­um eins og hægt er

Katrín fór um víðan völl í ræðu sinni og talaði meðal ann­ars um að miklu máli skipti að aðilar vinnu­markaðar­ins fái ráðrúm til að ná sam­an um far­sæla kjara­samn­inga. Stjórn­völd hygðust greiða fyr­ir samn­ing­um eins og hægt er í vet­ur. Lagði hún einnig áherslu á að áætlan­ir stjórn­valda í hús­næðismál­um gengi eft­ir. 

For­sæt­is­ráðherra sagði einnig að bar­átt­an við fá­tækt væri enn háð þó mikl­um ár­angri hafi verið náð. Árang­ur­inn sé lyk­il­atriði þegar horft sé til al­mennr­ar vel­sæld­ar. 

Átök­um í heim­in­um fjölgað

Í ræðu sinni ræddi Katrín einnig um þær átakalín­ur sem dreg­ist hafa upp í heim­in­um öll­um.

„Á sama tíma og lofts­lags­vá­in hef­ur skapað neyðarástand víða hef­ur átök­um í heim­in­um fjölgað. Oft­ar en ekki snú­ast þau átök um grund­vall­ar­rétt­indi fólks. Á vett­vangi alþjóðastofn­ana er tek­ist á um mann­rétt­indi sem við héld­um að við hefðum þegar bar­ist fyr­ir – eins og sjálfs­ákvörðun­ar­rétt kvenna yfir eig­in lík­ama eða rétt­indi hinseg­in fólks.

Allt sýn­ir þetta að mann­rétt­indi eru ekki sjálf­gef­in, eins og sést nú best á því dap­ur­lega bak­slagi sem við sjá­um í umræðu um hinseg­in og kynseg­in fólk.

Tek­ist er á um gildi þeirr­ar sam­fé­lags­gerðar sem við höf­um byggt upp – lýðræði, frelsi, mann­rétt­indi og rétt­ar­ríkið. Víða er vegið að sjálf­stæði dóm­stóla og grafið und­an lög­gjaf­ar­vald­inu,“ sagði Katrín og bætti við að Ísland myndi bjóða sig fram til Mann­rétt­indaráðs Sam­einuðu þjóðanna á nýj­an leik. 

„Áfram mun­um við berj­ast fyr­ir jafn­rétti kynj­anna heima og að heim­an og mun ég strax í haust leggja fyr­ir þingið frum­varp um Mann­rétt­inda­stofn­un sem er for­senda þess að unnt verði að lög­festa Sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi fatlaðs fólks.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert