Langflestir borgarbúar ánægðir með göngugötur

Langborð á Laugaveginum í sumar. Langflestir Reykvíkingar eru jákvæðir í …
Langborð á Laugaveginum í sumar. Langflestir Reykvíkingar eru jákvæðir í garð göngugatna. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

72% Reykvíkinga eru jákvæðir í garð göngugatna í miðborginni. Eftir því sem fólk er yngra er það jákvæðara, sömuleiðis eru konur með aðeins jákvæðara viðhorf en karlar.

Á vef Reykjavíkurborgar segir að maskína hafi lagt könnun fyrir borgarbúa í ágúst um álit þeirra til göngugatna og voru svarendur 979 talsins.

Niðurstöðurnar gefa til kynna að borgarbúar sem heimsækja göngugötur oftast og búa næst þeim séu almennt með jákvæðara viðhorf í þeirra garð. Einnig sé fólk jákvæðara eftir því sem menntun eykst.

Þóun álita í garð göngugatna yfir seinustu fjögur ár.
Þóun álita í garð göngugatna yfir seinustu fjögur ár. Skjáskot/Maskína
Dansað á rauða dreglinum á menningarnótt.
Dansað á rauða dreglinum á menningarnótt. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Jákvæð áhrif og verslun og veitingasölu

Þeim fjölgar sem finnst svæðið of lítið eða 38% nú miðað við 19% árið 2019. Þeim hefur fækkað töluvert sem finnst svæðið of stórt en 19% telja svo vera nú miðað við 28% árið 2019.

Viðhorf fólks til áhrifa göngugatna á mannlíf er nokkuð stöðugt en síðustu ár telja í kringum 70% aðspurðra að göngugötur hafi jákvæð áhrif á mannlíf.

52% telja göngugötur hafa jákvæð áhrif á verslun, sem er hækkun um eitt prósentustig frá því í fyrra, og 66% telja þær hafa jákvæð áhrif á veitinga- og matsölustaði í miðborginni.

Hér má finna helstu niðurstöður könnunarinnar.

Þeir sen búa í miðbænum eru ánægðastir með göngugöturnar.
Þeir sen búa í miðbænum eru ánægðastir með göngugöturnar. Skjóskot/Maskína
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert