Vígahnötturinn lýsti upp næturhimininn

Það voru fleiri en Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, sem sáu vígahnöttinn yfir Íslandi í gær. Sigurjón nokkur Sævarsson náði myndskeiði af honum í gær sem sjá má hér að ofan.

Vígahnöttur er loftsteinn sem brennur upp í andrúmsloftinu en Sævar Helgi sagði mbl.is ítarlega frá hnettinum í viðtali í gærkvöldi. 

„Hann lýsti hér upp allt sam­an þar sem við vor­um stödd við Heim­skauta­gerðið í Raufar­höfn og svo hef ég fengið til­kynn­ing­ar frá Reykja­vík og víðar að frá fólki sem sá hnött­inn,“ sagð­i Sæv­ar Helgi meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert