Héraðsdómur sakfelldi í dag konu fyrir ítrekuð brot gegn umferðarlögum og var henni gert að greiða 1.490.000 króna fésekt til ríkissjóðs innan 4 vikna, en ella sæta fangelsi í 48 daga.
Einnig var henni gert að sæta sviptingu ökuréttinda í 5 ár.
Í dómi Héraðsdóms kemur fram að á fjögurra mánaða skeiði hafi konan gerst sek um sjö umferðalagabrot af ýmsum toga.
Meðal annars ók hún bifreið sinni með 95 kílómetra hraða á klukkustund um gatnamót Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka í Reykjavík, þar sem leyfður hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund.
Auk þess var konan stöðvuð af lögreglu í sex skipti fyrir að keyra undir áhrifum ávana-og fíkniefna.
Konunni hefur verið gert að greiða 1.490.000 króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna eða sæta fangelsi í 48 daga.
Þá þarf hún að greiða 150.660 krónur til verjanda síns og 934.199 krónur í annan sakarkostnað. Loks hefur hún verið svipt ökuréttindum í fimm ár.