Tæplega 9 milljarðar í trúmál

Útgjöld til trúmála felast meðal annars í útgjöldum til starfsemi …
Útgjöld til trúmála felast meðal annars í útgjöldum til starfsemi Þjóðkirkjunnar og kirkjugarða og sóknargjalda til skráðra lífskoðunar- og trúfélaga. Samsett mynd

Heildarupphæð sem ríkið mun greiða í málaflokk trúmála nemur 8,95 milljörðum á næsta ári miðað við fjárlagafrumvarp sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Nemur það 200 milljóna hækkun að nafnvirði, eða 2,1%. Sé hins vegar tekið mið af verðbólgu er um samdrátt að ræða, eða um 471 milljón.

Undir málaflokkinn falla útgjöld til starfsemi Þjóðkirkjunnar, kirkjumálasjóðs og kirkjugarða. Þá fellur einnig undir trúmál úthlutun sóknargjalda til skráðra lífsskoðunar- og trúfélaga.

Helstu breytingum í málaflokknum má skipta í tvennt. Annars vegar 383,5 milljóna lækkun framlags vegna tímabundinnar hækkunar sóknargjalda sem fellur niður. Þá nemur hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu 100 milljónum, en það skiptist hlutfallslega milli kirkjugarða og sóknargjalda.

Stærstu lífsskoðunar- og rúfélög landsins eru Þjóðkirkjan, Kaþólska kirkjan, Fríkirkjan í Reykjavík, Fríkirkjan í Hafnarfirði, Ásatrúarfélagið og Siðmennt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka