Veðurstofan varar við aukinni hættu á grjóthruni vegna þeirra jarðhræringa sem standa yfir á Reykjanesskaga.
Stofnuninni var í dag tilkynnt um nýlegt grjóthrun í Trölladyngju og við Grænavatnseggjar og Núpshlíðarháls, sem mun að öllum líkindum haf a hrunið við þennan skjálfta.
Fyrr í sumar var tilkynnt um grjóthrun meðal annars við Kleifarvatn, Litla-Hrút og Driffell. Er fólki bent á að fara varlega í bröttum hlíðum, nálægt bröttum sjávarbjörgum og forðast svæði þar sem grjót getur hrunið.
Morgunblaðið greindi frá því í byrjun mánaðar að landris væri hafið að nýju á Reykjanesskaga. Það hefur síðan haldið áfram á stöðugum hraða.