Bjarni Felixson látinn

Bjarni Felixson íþróttafréttamaður við heimili sitt á Tómasarhaga, alltaf bjó …
Bjarni Felixson íþróttafréttamaður við heimili sitt á Tómasarhaga, alltaf bjó hann skammt frá Vesturbæjarveldinu KR. „Ég hef aldrei sofið fyrir austan læk,“ sagði Bjarni eitt sinn við mbl.is en hann ólst upp á Bræðraborgarstígnum, flutti því næst á Birkimel og loks á Tómasarhaga. Gatan byggðist á 6. áratug síðustu aldar og sagði Bjarni ekki mikið hafa breyst síðan hann flutti þangað ásamt konu og börnum árið 1996. mbl.is/RAX

Bjarni Felix­son, kunn­asti íþróttaf­réttamaður lands­ins fyrr og síðar, lést í morg­un, 86 ára gam­all. Eft­ir því sem Rík­is­út­varpið grein­ir frá á vef sín­um lést Bjarni í Dan­mörku þar sem hann ætlaði sér að vera við út­för vin­ar.

Álf­heiður Gísla­dótt­ir er eft­ir­lif­andi eig­in­kona Bjarna. Varð þeim fjög­urra barna auðið en barna­börn og barna­barna­börn eru fjór­tán.

Bjarni var kunn­ur knatt­spyrnumaður auk fer­ils síns við að greina land­an­um frá því sem efst var á baugi í íþrótt­um. Sem vinstri bakvörður hjá KR tók hann við fimm Íslands­meist­ara­titl­um og sjö bikar­meist­ara­titl­um. Þá lék hann sex lands­leiki fyr­ir Íslands hönd á ár­un­um 1962 til 1964 og var í liði KR sem lék fyrstu Evr­ópu­leiki ís­lensks liðs gegn Li­verpool árið 1964.

Rauða ljónið setur upp heyrnartólin.
Rauða ljónið set­ur upp heyrn­ar­tól­in. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Gull­merki, heiðurs­skjöld­ur og ridd­ara­kross

Viður­nefnið Rauða ljónið fylgdi Bjarna um ára­tugi og var tekið upp í nafn ann­álaðs öld­ur­húss við Eiðis­torg.

Hófst fer­ill Bjarna í íþróttaf­rétt­un­um árið 1968 og lýsti hann leikj­um um ára­tuga skeið, gjarn­an með tilþrif­um og af skör­ungs­skap. Sum er­lend borg­ar- og liðsheiti fengu sér­stök ís­lensk nöfn í meðför­um Bjarna.

Bjarni Felix­son hlaut gull­merki ÍSÍ á sex­tugsaf­mæli sínu auk þess sem hon­um var veitt­ur heiðurs­skjöld­ur KSÍ og Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti sæmdi hann ridd­ara­krossi fálka­orðunn­ar fyr­ir fram­lag sitt. Er hér aðeins fátt eitt talið til.

Bjarni Fel Sport­b­ar bar einnig nafn Bjarna Felix­son­ar sem ásamt Rauða ljón­inu sýn­ir óyggj­andi að Bjarni Felix­son var maður sem setti mark sitt á sam­fé­lag ís­lensks knatt­spyrnu­áhuga­fólks ára­tug­um sam­an.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert