Fjölbýlishús rísi við Arnarbakka

Fyrr á árum var blómleg verslun og þjónustustarfsemi í þessum …
Fyrr á árum var blómleg verslun og þjónustustarfsemi í þessum húsum í Breiðholti. Um miðjan níunda áratuginn fór að halla undan fæti. mbl.is/sisi

Talsverð uppbygging er fyrirhuguð í Breiðholtshverfi á næstunni. Í Morgunblaðinu hefur verið sagt frá áformum um nýtt hverfi við Suðurfell í Efra-Breiðholti og uppbyggingu í Norður-Mjódd. Og nú stendur fyrir dyrum uppbygging á reit þjónustukjarnans við Arnarbakka í Neðra-Breiðholti. Þar gætu risið 3-4 hæða fjölbýlishús með 100 íbúðum. Gömul verslunarhús, sem hafa verið illa nýtt á undanförnum árum, víkja fyrir nýjum.

Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur 8. júní 2023 var lögð fram fyrirspurn Byggingarfélags námsmanna um breytingu á deiliskipulagi Arnarbakka 2-6 sem felst í að heimilt verði að fjölga íbúðum án þess að auka byggingamagn, breyta notkun/koma fyrir leikskóla á jarðhæð Arnarbakka 4, stækka byggingarreit Arnarbakka 4 til austurs til að búa til nægilegt pláss fyrir fjögurra deilda leikskóla og breyta salarhæð húsa og þakhalla.

Deiliskipulag fyrir lóðir 2‐6 við Arnarbakka í Reykjavík var samþykkt í borgarráði 2. desember 2021. Þar er heimild fyrir niðurrifi bygginga á reitnum.

Gömul hús víkja fyrir fjölbýlishúsum sem munu rísa í nágrenni …
Gömul hús víkja fyrir fjölbýlishúsum sem munu rísa í nágrenni við önnur íbúðarhús í hverfinu. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka