Hillary Clinton til Íslands í nóvember

Hillary Clinton kemur fram á bókmenntahátíðinni Iceland Noir í Hörpu …
Hillary Clinton kemur fram á bókmenntahátíðinni Iceland Noir í Hörpu í nóvember. AFP

Hillary Rodham Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, mun koma fram í Hörpu í nóvember á bókmenntahátíðinni Iceland Noir. 

Í tilkynningu sem tix.is sendi frá sér í dag kemur fram að Clinton muni stíga á svið í Eldborgarsal Hörpu 19. nóvember. Þar mun hún meðal annars ræða skáldsögu sína, Ríki óttans (e. State of Terror) sem gefin var út árið 2021.

Með Hillary á sviðinu verður kanadíski metsöluhöfundurinn Louise Penny sem skrifaði bókina ásamt Clinton.

Þau Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir koma til með að kynna Clinton og Penny á svið í Eldborg og mun Eliza Reid forsetafrú ræða við þær að viðburðinum loknum. Miðasala á viðburðinn hefst í kvöld á vefnum tix.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka