Jóhannes nuddari fyrir Landsrétt

mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðalmeðferð fyrir Landsrétti hófst í morgun í máli ákæruvaldsins gegn Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni, sem í janúar á síðasta ári var fundinn sekur í héraðsdómi af ákæru um að hafa nauðgað konu á nuddstofu sinni árið 2012.

Jóhannesi var dæmdur hegningarauki til 12 mánaða en hann hlaut sex ára dóm árið 2021 fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á tímabilinu 2009 til 2015.

Lögmaður Jó­hann­es­ar lét vita af því við dóms­upp­sögu að mál­inu yrði áfrýjað til Lands­rétt­ar með það fyr­ir aug­um að fá dómn­um hnekkt.

Ellefu konur kærðu Jóhannes til lögreglu á sínum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert