„Okkar áætlanir til þessa hafa gengið vel upp“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er mik­ill mátt­ur í hagerf­inu og fylgi­fisk­ur þess birt­ist óhjá­kvæmi­lega í spennu í hag­kerf­inu, verðbólgu og vaxta­hækk­un­um,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, er hann kynnti fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar fyr­ir kom­andi á á Alþingi í morg­un.

Fjár­lög­in verða rædd í dag, en að venju hefst umræðan á kynn­ingu fjár­málaráðherra og í fram­hald­inu taka aðrir þing­menn við og lýsa skoðun sinni á frum­varp­inu eða spyrja ráðherra spurn­inga.

58,8 millj­arðar, ekki 111

Það kenndi ým­issa grasa í ræðu Bjarna, enda ræddi hann fjár­lög­in í rúm­an hálf­tíma. Hann nefndi stuðning við íbúðaupp­bygg­ingu sem verði tvö­faldaður og svar­ar meðal ann­ars gagn­rýni þeirra þing­manna sem bentu á að í fjár­laga­frum­varp­inu komi fram 111 millj­arða króna vaxta­gjöld.

„111 millj­arðar í vaxta­gjöld í fjár­laga­frum­varp­inu þá er mik­il­vægt að gera grein fyr­ir því að á bak við þessa tölu eru ýms­ar reiknaðar stærðir og verðbæt­ur sem ekki koma til gjalda á næsta ári – greidd vaxta­gjöld á næsta ári eru um­tals­vert lægri, eða 58,8 millj­arðar, ekki 111,“ sagði Bjarni.

„Sam­an­dregið eru skila­boðin mín þau að okk­ar áætlan­ir til þessa hafa gengið vel upp og bet­ur en við leyfðum okk­ur að vona.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert