Rannsaka brot úr höfuðkúpunni

Íslensk erfðagreining rannsakar beinin sem fundust í ráðherrabústaðnum.
Íslensk erfðagreining rannsakar beinin sem fundust í ráðherrabústaðnum.

Íslensk erfðagreining rannsakar nú brot úr höfuðkúpu sem fundust milli þilja í ráðherrabústaðnum, en með rannsókninni verður reynt að bera kennsl á eiganda hennar. 

Fram kemur í tilkynningu Íslenskrar erfðagreiningar að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi falið Íslenskri erfðagreiningu og forstjóranum Kára Stefánssyni að rannsaka beinin eftir að Kári bauðst til þess að reyna að komast til botns í því hvaðan þau kæmu.

Mannfræðingurinn Sunna Ebenesersdóttir rýnir í beinin.
Mannfræðingurinn Sunna Ebenesersdóttir rýnir í beinin. Ljósmynd/Íslensk erfðagreining

Gæti reynst erfitt

Í tilkynningunni segir að við rannsóknina verði gerð tilraun til þess að einangra DNA úr beinunum. Það gæti þó reynst erfitt vegna þess að þau eru illa farin.

Ef sýnið reynist innihalda DNA gætu niðurstöður legið fyrir eftir tvær til þrjár vikur, en auk DNA greiningar verður aldur beinanna metinn með kolefnisaldursgreiningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert