Skora á ríkisstjórnina að veita tímabundinn styrk

Byggðaráð Norðurþings fundaði í morgun.
Byggðaráð Norðurþings fundaði í morgun. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Byggðaráð Norðurþings skorar á ríkisstjórn Íslands að veita tímabundinn styrk svo að áætlunarflug til Húsavíkur leggist ekki niður. Í fundargerð byggðaráðs, sem fundaði í morgun, eru fyrri bókanir ráðsins ítrekaðar um mikilvægi reglulegs áætlunarflugs um Húsavíkurflugvöll. 

Eins og mbl.is greindi frá í gær ætlar flugfélagið Ernir að leggja niður áætlunarflug til Húsavíkur um næstu mánaðarmót. Til skoðunar er að halda fluginu áfram ef ríkisstyrkur berst vegna flugleiðarinnar. 

„Flugið skipar mikilvægan sess í atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum sem framundan er með tilkomu Grænna Iðngarða á Bakka, tvöföldun Þeistareykjavirkjunar, landeldi á svæðinu og ferðaþjónustu sem er ein stærsta atvinnugreinin á svæðinu. Enn fremur er flugið mikilvægt fyrir íbúa sem þurfa að sækja þjónustu á höfuðborgarsvæðið, s.s. heilbrigðisþjónustu og vegna atvinnusóknar,“ segir í bókun byggðaráðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert