Aldrei fleiri hjólað en í síðasta mánuði

Tæplega 350.000 hjólreiðaferðir voru skráðar í nýliðnum ágústmánuði.
Tæplega 350.000 hjólreiðaferðir voru skráðar í nýliðnum ágústmánuði. mbl.is/Hari

Evrópsk samgönguvika hefst á morgun og er yfirskrift hennar „Veljum fjölbreytta ferðamáta“. Vikan stendur yfir 16.-22. september ár hvert. Aldrei fleiri nýtt hjólið sem ferðamáta á höfuðborgarsvæðinu en í nýliðnum ágústmánuði að því er fram kemur í tilkynningu frá umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytinu.

Segir í tilkynningunni að markmið vikunnar sé að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft.

Föstudagurinn í næstu viku er bíllausi dagurinn svokallaði.
Föstudagurinn í næstu viku er bíllausi dagurinn svokallaði. mbl.is/Hari

Frítt í strætó á bíllausa daginn

Meðal viðburða í samgönguvikunni er meðal annars stóri hjóladagurinn, sem haldinn verður á Akureyri á morgun, laugardag. Þá verður efnt til fjölskyldudags í Kjarnaskógi í samstarfi við Hjólreiðafélag Akureyrar.

Samgönguviku lýkur að venju á Bíllausa deginum, en þann dag er fólk hvatt til að skilja bílinn eftir heima og munu Strætó bs. ásamt sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri bjóða frítt í strætó þennan dag. Bíllausi dagurinn verður næsta föstudag.

Tæplega 350.000 hjólreiðaferðir skráðar í ágúst

Í tilkynningu ráðuneytisins koma einnig fram ýmis gögn sem sýna að kaup á umhverfisvænni farartæki hafi aukist á umliðnum árum. Greint var frá því á sínum tíma á mbl.is að rafmagnshjólum á götum landsins hafi fjölgað töluvert milli áranna 2021 og 2022. 

Hjólreiðar virðast líka njóta líka vaxandi vinsælda á höfuðborgarsvæðinu yfir sumarmánuðina. 

Aldrei hafa til að mynda fleiri nýtt hjólið sem ferðamáta á höfuðborgarsvæðinu en í nýliðnum ágústmánuði, sem var sá stærsti frá upphafi talninga, þegar hátt í 350.000 ferðir voru skráðar. 

Graf/Reykjavíkurborg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert