Eldri borgarar í Árbæ senda út neyðarkall

Barst Birni nýlega bréf frá eldri borgurum í Árbæ undir …
Barst Birni nýlega bréf frá eldri borgurum í Árbæ undir yfirskriftinni „Neyðarkall til Borgarráðs Reykjavíkur“ en þar greina bréfritarar frá „síendurteknum hótunum“ um að félagsmiðstöð hverfisins í Hraunbæ 105 verði lokað. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það liggur engin formleg tillaga fyrir um sameiningu félagsmiðstöðvar aldraðra í Árbæ við aðra félagsmiðstöð samkvæmt upplýsingum mínum frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar,“ segir Björn Gíslason borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í samtali við Morgunblaðið.

Barst Birni nýlega bréf frá eldri borgurum í Árbæ undir yfirskriftinni „Neyðarkall til Borgarráðs Reykjavíkur“ en þar greina bréfritarar frá „síendurteknum hótunum“ um að félagsmiðstöð hverfisins í Hraunbæ 105 verði lokað og þar komið upp skrifstofuhúsnæði.

Greina bréfritarar frá því að meðalaldur íbúa næsta húss, Hraunbæjar 103, sé 84 ár og noti flestir þar göngugrindur og stafi til að komast leiðar sinnar.

Beiðast stuðnings borgarinnar

„Það þarf ekki að ræða um að fólk á þessum aldri sæki félagsmiðstöð utan hverfis,“ segir svo í bréfinu þar sem tíunduð er ýmis þjónusta miðstöðvarinnar sem sé íbúunum ákaflega dýrmæt, hádegisverður, hárgreiðsla, nudd og fleira.

Beiðast bréfritarar stuðnings og vilja halda miðstöðinni á sínum stað, eldri borgurum til heilla, hana sé óhugsandi að leggja af.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert