Formaðurinn tjáir sig ekki frekar um skattamálin

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, neitar að tjá sig um skattamál í tengslum við útleigu á rými í skammtímaleigu fyrir nokkrum árum. Sigríður Dögg sagði nýverið í færslu á Facebook að hún hafi greitt endurálagningu opinberra gjalda og var spurð um umfang og eðli fjárhæðanna af mbl.is.

Sigríður Dögg tjáði sig hins vegar um málið á Facebook nýverið þar sem hún segir:

„Við hjónin fengum endurálagningu opinberra gjalda vegna útleigutekna fyrir nokkrum árum og greiddum þá skatt,“ segir Sigríður í færslunni. Þá segir hún að ásakanir um sérmeðferð hjá Skattinum vegna vægra viðurlaga eigi ekki við rök að styðjast. 

„Það eru fimm ár liðin síðan við leigðum íbúð okkar síðast út í skammtímaleigu. Þá vil ég taka fram að ég hef engar aðrar tekjur en þær sem ég fæ sem fréttamaður á RÚV og formaður Blaðamannafélags Íslands,“ segir Sigríður Dögg á Facebook.

Sigríður er auk þess að vera formaður Blaðamannafélagsins stjórnandi Kastljóss hjá Ríkisútvarpinu. 

Eigendaskipti í vor 

Félag í hennar eigu SDA ehf. var í rekstri í meira en áratug samkvæmt fyrirtækjaskrá. Eigendaskipti urðu í vor þar sem eiginmaður hennar Valdimar Birgisson, sveitastjórnarfulltrúi Viðreisnar í Mosfellsbæ varð eini eigandi félagsins og um leið varð nafnabreyting á því. Heitir það nú Miðlar ehf.

Tekj­ur SDA ehf. voru litl­ar sem eng­ar ár­un­um 2018-2020, en höfðu á ár­un­um þar á und­an, árin 2016 og 2017, numið rúm­lega 19 millj­ón­um króna hvort ár.

Taka ber fram að alls óvíst er hvers eðlis reksturinn var sem leiddi til tekna á tilteknum árum. 

Sam­kvæmt fyr­ir­tækja­skrá er til­gang­ur fé­lags­ins al­menna­tengsl, aug­lýs­inga­starf­semi og markaðrann­sókn­ir, viðburðastjórn­un, rekst­ur fast­eigna og lána­starf­semi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert