Norsk afstaða flækir bótasókn í samráðsmáli

Ölgerðin er eitt þeirra fyrirtækja sem segjast íhuga réttarstöðu sína.
Ölgerðin er eitt þeirra fyrirtækja sem segjast íhuga réttarstöðu sína.

Flóknara en ella gæti orðið fyrir fyrirtæki sem hyggjast sækja bætur vegna verðsamráðs skipafélaganna, Samskipa og Eimskip, sökum þess að ekki er búið að innleiða Evrópulöggjöf frá árinu 2017 í gegnum EES samninginn.

Umrædd löggjöf snýst í meginatriðum út á það að sönnunarbyrðin ætti að liggja hjá hinum brotlegu, þ.e. skipafélögunum í þessu tilviki, að sanna að fyrirtæki hafi ekki orðið fyrir skaða.

Samkvæmt íslenskum lögum þurfa hins vegar fyrirtæki sem telja sig misrétti beitt að færa sönnur á það að þau hafi borið skaða af samráðinu.

Fyrirtæki skoða sína réttarstöðu  

Nokkur fyrirtæki hafa sagst liggja undir feldi varðandi hugsanlegt skaðabótamál á hendur Samskipum vegna samráðs sem Samkeppniseftirlitið taldi skipafélögin hafa átt í samkvæmt nýlegum úrskurði þess efnis. Ber þar meðal annars að nefna Ölgerðina og Húsasmiðjuna í þessu samhengi.

Eggert Bjarni Ólafsson lögmaður hjá Lagaskilum sem hefur áratugareynslu í Samkeppnisrétti ljáði máls á þessu í viðtali við Austurfrétt. Hann segir að sökum þess að innleiðingin hafi ekki átt sér stað í gegnum EES samninginn gæti það þýtt að erfiðara verði fyrir fyrir fyrirtæki að sækja bætur en ella.

Eggert Bjarni Ólafsson.
Eggert Bjarni Ólafsson.

„Sönnunarbyrðin yrði auðveldari ef búið væri að innleiða þessa tilskipun,“ segir Eggert.

Innleiðing strandi á Norðmönnum 

Hann segir innleiðingu tilskipunarinnar stranda á þvi að Norðmenn hafi sett sig gegn því að taka hana upp. Snýr það að því að norsk samkeppnisyfirvöld segja að EES þjóðir sitji ekki við sama borð og ríki Evrópusambandsins er viðkemur upplýsingagjöf og aðgangi að upplýsingum á milli ríkja Evrópusambandsins. „Norðmenn taka þennan hluta talsvert alvarlegar heldur en við Íslendingar,“ segir Eggert.  

„Íslensk samkeppnisyfirvöld hafa hins vegar skrifað stjórnvöldum hérlendis bréf þar sem þau voru hvött til þess að taka þetta inn í íslenska löggjöf óháð Norðmönnum,“ segir Eggert.

Að sögn Eggerts hafa Íslendingar og Norðmenn alla jafna verið samtíga við innleiðingu Evrópulöggjafar í gegnum EES samninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert