Þurftu að bæta við aukafundi

Mikill áhugi meðal ungmenna á flugnámsbraut sem Icelandair býður upp …
Mikill áhugi meðal ungmenna á flugnámsbraut sem Icelandair býður upp á. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta var framar væntingum og mjög gaman að sjá hve margt ungt fólk hefur áhuga á að starfa sem flugmenn hjá Icelandair,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi hjá Icelandair.

Mikill áhugi var á kynningarfundi um flugnámsbraut flugfélagsins sem haldinn var í þjálfunarsetri þess í Hafnarfirði síðdegis í gær. Svo mikill var áhuginn raunar að bæta þurfti við aukafundi til að koma öllum að. Alls höfðu um 220 manns skráð sig á fundina tvo. Myndin var tekin á fyrri fundinum sem hófst klukkan 16.

Þetta er í þriðja sinn sem Icelandair býður upp á sérstaka flugnámsbraut fyrir ungt fólk á aldrinum 18-30 ára sem hefur lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun. Gert er ráð fyrir að fyrstu nemendur hefji nám strax í vetur. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að valið verður inn í námið úr umsóknum og fer námið fram í norska flugskólanum PFA (Pilot Flight Academy). Sérstaklega verður litið til þeirra sem klára flugnámsbrautina við ráðningar í störf flugmanna. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert