Íslendingur týndur í Dóminíska lýðveldinu

Ekkert hefur spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar síðan 10. september.
Ekkert hefur spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar síðan 10. september. Ljósmynd/Facebook

Ekkert hefur spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, Íslendings í Dóminíska lýðveldinu, síðan 10. september. Magnús hélt til Dóminíska lýðveldisins hinn 3. september þar sem hann lenti á Santo Domingo-flugvellinum.

Til stóð að Magnús myndi halda af stað heimleiðis hinn 10. september þar sem hann átti bókað flug frá Santo Domingo-flugvellinum en hann skilaði sér ekki í flugið og hefur ekkert spurst til hann síðan.

„Við höfum ekki náð sambandi við símann hans og það er engin hreyfing á samfélagsmiðlum né bankareikningi hans,“ segir Rannveig Karlsdóttir, systir Magnúsar, í samtali við mbl.is. 

Óttast um afdrif hans

„Ef það er einhver sem þekkir til þarna úti og telur sig geta aðstoðað, þá þiggjum við alla hjálp fegins hendi enda farin að óttast mjög um afdrif hans,“ bætir Rannveig við.

Magnús Kristinn er fæddur árið 1987, um það bil 185 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót.

Þeim, sem kunna að hafa upp­lýs­ing­ar um ferðir Magnúsar, er bent á að hafa sam­band við lög­regl­una á höfuðborg­ar­svæðinu í síma 444-1000 eða við systur Magnúsar, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert