Ætla að láta til sín taka í Danmörku

Andrea og Tinna bregða á leik með Birtu Abiba fyrirsætu.
Andrea og Tinna bregða á leik með Birtu Abiba fyrirsætu. Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir

Eins og fram kom í vikunni hefur umboðsskrifstofan Eskimo breytt nafni sínu í EY Agency. Á þessum tímamótum eru stöllurnar sem reka fyrirtækið staðráðnar í að bæta í, frekar en hitt.

Andrea Brabin og Tinna Aðalbjörnsdóttir eiga EY Agency en með þeim starfar náið Eva Lena Brabin sem býr í Danmörku og EY Agency hyggst láta til sín taka á þeim markaði, einkum á sviði „casting“.

„Við ætlum að opna útibú í Danmörku á næstunni en Eva Lena er bæði með sterka sýn og góð tengsl þar, eins og maðurinn hennar sem er tónlistarmaður,“ segir Tinna. „Næstu mánuðir fara í að safna fólki í Danmörku áður en við getum farið að kynna okkur sem umboðsskrifstofu í „casting“.“

Tinna Aðalbjörnsdóttir, Andrea Brabin og Eva Lena Brabin stýra hinu …
Tinna Aðalbjörnsdóttir, Andrea Brabin og Eva Lena Brabin stýra hinu umnefnda fyrirtæki, EY Agency. mbl.is/Árni Sæberg


Andrea getur líka hugsað sér að vera með annan fótinn í Danmörku í framtíðinni, jafnvel báða. „Helst langar mig að búa þar.“ Sjálf er hún mjög vel tengd í kvikmyndaheiminum í Danmörku eftir að hafa stýrt Eskimo Casting um árabil. „Sá grunnur mun hjálpa okkur mikið,“ segir Tinna. „Það skiptir sköpum í svona rekstri að vera með trausta samstarfsaðila.“

Andrea, Tinna og Eva Lena segjast vinna mjög þétt saman og mynda gott teymi. „Eva Lena kemur inn með kúlið – ekki svo að skilja að við Tinna séum eitthvað ókúl,“ segir Andrea hlæjandi. „En Eva Lena er yngri og hefur annað sjónarhorn á ýmsa hluti.“

Aldrei vera ómissandi

Andrea kveðst raunar hafa fengið gott ráð strax í upphafi sinnar vegferðar, frá föður vinkonu sinnar í fyrirsætubransanum. „Hann ráðlagði mér að vera aldrei ómissandi og reyna að ráða til mín fólk sem myndi vega upp á móti mínum göllum – og jafnvel borga því hærri laun en mér sjálfri. Þetta er besta ráð sem ég hef fengið um dagana.“


Hún kveðst alla tíð hafa verið mjög heppin með starfsfólk, annars hefði þessi rekstur vísast aldrei gengið. Andrea nefnir sérstaklega Bjarneyju Lúðvíksdóttur sem vann með þeim um árabil. Og ýmsu hefur hún miðlað sjálf. „Allt sem ég kann í þessum bransa hef ég lært af Andreu,“ segir Tinna.

Eva Lena hefur verið hjá EY Agency í tvö ár og segir þann tíma hafa verið í senn skemmtilegan og fróðlegan. „Það hefur verið gaman að læra af flottum konum. Þetta er mjög góður vinnustaður.“

Kristín Lilja Sigurðardóttir, Brynja Jónbjarnardóttir, Aníta Ósk Hilmarsdóttir, Magdalena Sara …
Kristín Lilja Sigurðardóttir, Brynja Jónbjarnardóttir, Aníta Ósk Hilmarsdóttir, Magdalena Sara Leifsdóttir, Birta Abiba Þórhallsdóttir,Tinna Bergsdóttir, Edda Óskarsdóttir og Barbara Nyakinyua Wanjiru í september 2023. Förðun: Inga og Vigdís frá Make up school. Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir


Tinna kom
nýlega inn sem meðeigandi EY Agency. „Ég var lengi búin að reka fyrirtækið ein og vildi ekki gera það lengur,“ segir Andrea. „„Casting“-deildin hefur lengi haldið fyrirtækinu uppi en módeldeildin setið á hakanum. Síðustu mánuði hef ég hins vegar verið að einbeita mér að og setja mikinn kraft í módelhlutann og varð því mjög fegin þegar í ljós kom að Tinna var meira en tilbúin að taka við „casting“-deildinni. Það koma ferskir straumar inn með henni. Ég er mjög hamingjusöm að geta hér eftir einbeitt mér að módelunum og gefið þeim hollráð, af nægu ætti að vera að taka en tæp fjörutíu ár eru síðan ég fór fyrst út kornung sem fyrirsæta.“

Ítarlega er rætt við stöllurnar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert