Lítill áhugi meirihlutans á starfsemi Salarins

Aino Freyja Jarvela, forstöðumaður Salarins í Kópavogi.
Aino Freyja Jarvela, forstöðumaður Salarins í Kópavogi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aino Freyja Jär­velä kveður starf sitt sem for­stöðumaður Sal­ar­ins í Kópa­vogi. Hún seg­ir meiri­hluta bæj­ar­stjórn­ar Kópa­vogs sýna lít­inn skiln­ing og áhuga á starf­semi Sal­ar­ins.

Hún tel­ur áhersl­ur bæj­ar­ins í menn­ing­ar­mál­um hafa breyst eft­ir að nýtt fólk kom til starfa í meiri­hluta bæj­ar­stjórn­ar. „Mér hef­ur alltaf þótt betra ef fólk ræðir hlut­ina op­in­skátt og ber virðingu fyr­ir skoðana­skipt­um. Mér finnst slík vinnu­brögð ekki viðhöfð núna, því miður.

Það eru uppi hug­mynd­ir meðal meiri­hlut­ans um að stofna starfs­hóp til að skoða fýsi­leika út­vist­un­ar, þannig að Sal­ur­inn yrði ekki rek­inn af bæn­um, held­ur af einkaaðilum. Ég held að það yrði tón­list­inni ekki til fram­drátt­ar,“ seg­ir Aino Freyja og bæt­ir við: „Ég held að stjórn­mála­mönn­um vegni al­mennt bet­ur ef þeir skilja gildi menn­ing­ar í sam­fé­lag­inu.“

Aino Freyja mun senn taka við starfi verk­efna­stjóra tón­list­ar- og list­fræðslu hjá Reykja­vík­ur­borg.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert