Áslaug Arna boðar sókn í háskólamálum

Áslaug Arna kynnti í dag breytingar á fjármögnun háskóla landsins.
Áslaug Arna kynnti í dag breytingar á fjármögnun háskóla landsins. mbl.is/Eyþór

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, há­skóla-, iðnaðar-, og ný­sköp­un­ar­ráðherra, boðar sókn í háskólamálum með umfangsmiklum kerfisbreytingum á úthlutun fjármagns til háskóla. Hún segir breytinguna forsendu þess að íslenskir háskólar geti skarað fram úr og leggur því áherslu á að breytingin verði keyrð samhliða fjárlögum fyrir árið 2024 „til þess að breytingarnar verði einhvern tímann að veruleika“. 

Áslaug Arna kynnti í dag breyt­ingu á fjár­mögn­un há­skóla lands­ins. Nýja kerfið leys­ir af hólmi fyr­ir­komu­lag sem bygg­ir á reiknilíkani frá ár­inu 1999 og er komið til ára sinna að mati ráðherra

Gamla kerfið óskilvirkt

„Gamla kerfið hefur ekki breyst í takti við samfélagið okkar. Það hef­ur verið ógagnsætt og magndrifið og það hefur verið kallað eftir breytingum á því bæði frá háskólum, atvinnulífinu, nemendum og Ríkisendurskoðun síðustu ár,“ seg­ir Áslaug Arna. Á sama tíma hefur kerfið ekki hjálpað skólunum að ná meiri árangri og frekar stuðlað að óskilvirkni og sóun.

Um er að ræða kerf­is­breyt­ingu sem hef­ur verið unn­in í sam­starfi við starfs­fólk skól­anna og nem­end­ur. Stærsta breytingin sé sú að verið sé að færa þungann í fjármögnunni frá því hversu margir stunda nám og fari í próf yfir í það hversu margir ljúka áfanga og útskrifast. Ekki sé ætlunin að slá af kröfum, enda tryggi gæðakerfi háskólanna það.

Áslaug Arna seg­ir sam­talið hafa verið mjög gott. „Við höf­um hlustað á sjónarmið allra og mætt ýmsum at­huga­semd­um sem við höf­um fengið. Meðal annars með því að bregðast við athugasemdum nemenda um að kerfið mætti ekki eingöngu verið árangursmiðað og ábendingum um að ná til fjölbreyttra rannsókna m.a. í listum, lögfræði og á íslenskri tungu,“ seg­ir hún þó ef­laust eigi eft­ir að koma fleiri at­huga­semd­ir í því sam­ráðsferli sem fyr­ir hönd­um er. 

Sam­fé­lags­legi hlut­i líkansins kem­ur þannig að ein­hverju leyti til móts við athugasemdirnar. Hún nefnir að öllum nemendum fylgir kostnaði óháð námsárangri, en hvatar til þess að styðja nemendur í gegnum námið og að háskólum sé umbunað fyrir það séu mikilvægir. Ásamt því að lagt er meira upp úr því með skýrum hvötum að nemendur útskrifist úr náminu. Þá sé í fyrsta sinn skýr árangurstengd fjármögnun í rannsóknum þar sem skólum og vísindafólki sé umbunað fyrir árangur.

Samfélagslegt hlutverk

Samfélagslegt hlutverk fær 25% af heildarfjármögnun nýja fjármögnunarlíkansins sem skiptist í þrennt. Kennsluhlutinn er 60% og rannsóknir 15%.

Í sam­ræmi við byggðasjón­ar­mið og áhersl­ur um að mennt­un sé gert hátt und­ir höfði í öll­um lands­hlut­um, þá verður 3% af fjár­magni til há­skóla sér­stak­lega út­hlutað til háskóla með staðnám, úr sam­fé­lags­lega hlut­an­um. Aðspurð seg­ir Áslaug skól­ana fá með því skýran stuðning til að efla háskólanám á landsbyggðinni en einnig hlýst mik­ill kostnaður af því að kenna dýr­ar grein­ar í litl­um skól­um. 

„Á sama tíma þá verður sam­fé­lags­legi hlut­inn þannig að há­skól­arn­ir geta sótt í fjár­magnið með því að gera bet­ur, sinnt meira fjar­námi, sótt í fjár­magn til að styðja bet­ur við inn­flytj­end­ur, fatlaða nem­end­ur, fjölga nemendum í raunvísindum og tæknigreinum og heilbrigðis- og menntavísindum og fleira. Þannig að það á svo­lítið eft­ir að koma í ljós hvernig sá hluti skipt­ist,“ seg­ir Áslaug Arna og bæt­ir við að að í fyrsta sinn sé þetta hlutverk skólanna fjármagnað sérstaklega ásamt því að endurgjöf nemenda mun skipta máli.

Meðal boðaðra breytingar eru framlög til sjálfstætt starfandi háskóla.
Meðal boðaðra breytingar eru framlög til sjálfstætt starfandi háskóla. mbl.is/Eyþór

Fjárhagslegur hvati til að styðja nemendur

Áslaug seg­ir enga ástæðu til að áætla að ár­ang­urs­miðað fjár­magn muni hafa slæm áhrif hér sam­an­borið við hversu vel hef­ur tek­ist til ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um. Hún seg­ir kostnað sem hlýst af fjölda nem­enda og að nem­end­ur geti farið sér hægar

Spurð hvort hún hafi áhyggj­ur af því að nem­end­ur flosni frek­ar upp úr námi, þar sem marg­ir hverj­ir þurfa að vinna sam­hliða, seg­ir hún ekki óttast að kerfisbreytingarnar geri það að verkum. Heldur einmitt sé nú í fyrsta sinn fjárhagslegur hvati til að styðja nemendur betur alla leið í gegnum námið en ekki einungis hvati til að fá þá til að byrja í náminu. Hvort sem það er gert á til­sett­um tíma eða ekki. 

Tímabært að taka ákvörðun 

Næstu skref eru að funda með hverjum skóla á grundvelli heildarlíkansins og þeim áhrifum sem breytingarnar hafa á hvern skóla fyrir sig. Síðan fara reglurnar í opið samráðsferli í samráðsgátt, segir Áslaug Arna. 

„Við töldum mikilvægt að stíga þetta skref, eftir þessu hefur verið beðið í áratugi. Það er óboðlegt að kerfið styðji ekki við okkar góðu háskólakennara og nemendur til þess að gera betur og ná meiri árangri. Þess vegna taldi ég mikilvægt að þetta yrði keyrt samhliða fjárlögum núna, fyrir árið 2024, til þess að þessar kerfisbreytingar verði einhvern tímann að veruleika.  

Sam­ráðið og vinnan hefur gengið og hún heldur áfram en það er mjög tímabært að klára þetta verkefni til að tryggja að háskólarnir okkar sæki fram. Ég er full viss að þessi gagngera kerfisbreyting með árangurstengdri fjármögnun mun hafa góð áhrif á árangur nemenda, háskólanna og samkeppnishæfni Íslands.“ 

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka