Tómas Arnar Þorláksson
Tillaga Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, um breytingar á nefndaskipan í fastanefndum Alþingis fyrir komandi þingvetur var samþykkt einróma á þingflokksfundi sjálfstæðismanna í gær.
Í tillögunni koma fram þó nokkrar breytingar en til dæmis þurfti að finna nýja nefndarmenn í staðinn fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem var nýlega skipuð dómsmálaráðherra í stað Jóns Gunnarssonar.
Bryndís Haraldsdóttir kemur í hennar stað í velferðarnefnd og Teitur Björn Einarsson mun taka við formennsku af Guðrúnu í efnahags- og viðskiptanefnd.
Teitur fetar jafnframt í fótspor föður síns, Einars Odds Kristjánssonar, og mun sitja í fjárlaganefnd. Einar var varaformaður nefndarinnar á árunum 1999 til 2007.
Meira í Morgunblaðinu í dag, mánudag.