Forsenda lægra vaxtastigs

Teitur Björn Einarsson alþingismaður ræðir áherslumál sín í komandi formennsku …
Teitur Björn Einarsson alþingismaður ræðir áherslumál sín í komandi formennsku efnahags- og viðskiptanefndar. mbl.is/Hanna

„Á næsta fundi efnahags- og viðskiptanefndar verður það lagt til af hálfu okkar í Sjálfstæðisflokknum að ég taki við formennsku,“ segir Teitur Björn Einarsson þingmaður sem öll sólarmerki benda til að verði næsti formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Teitur Björn fór stuttlega yfir nefndarstörfin fram undan.

„Stóru verkefnin núna snúa að fjárlagafrumvarpi og tengdum frumvörpum, bandormi um tekjuráðstafanir ríkisins og samhliða því að fylgja eftir stefnumörkun ríkisstjórnarinnar sem fram kemur í fjármálaáætlun frá síðasta vori,“ segir Teitur Björn.

Hvaða umgjörð geta stjórnvöld búið vinnumarkaði?

Þungavigtaratriði sé að þær ráðstafanir sem hafi verið kynntar í þeim frumvörpum og önnur mál er komið hafa upp miði að því að ná áfram niður verðbólgu eins og boðað sé í fjárlagafrumvarpi. „Það er forsenda þess að við getum verið að horfa á lægra vaxtastig samhliða.

Annar þáttur í þessu sem er mjög mikilvægur snýr að vinnumarkaði og þar kemur þá til hvaða umgjörð stjórnvöld geta búið vinnumarkaði og hvort þeim takist að styðja við gerð skynsamlegra kjarasamninga á vinnumarkaði. Það eru atriði sem liggja ekki fyrir, samningar um kaup og kjör. Þetta eru atriði sem munu koma til skoðunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd í vetur,“ segir Teitur Björn að lokum um áherslumál nefndarinnar næstu misseri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert