„Landsbyggðinni mun blæða“

„Lækkun sóknargjaldanna hefur veruleg áhrif á starf kirkjunnar á landsbyggðinni, …
„Lækkun sóknargjaldanna hefur veruleg áhrif á starf kirkjunnar á landsbyggðinni, en minni í Reykjavík og stærstu sóknunum,“ segir Steindór. mbl.is/Sigurður Bogi

Steindór R. Haraldsson kirkjuþingsmaður segir fyrirhugaða lækkun sóknargjalda koma til með að hafa umtalsverð áhrif á starf kirkjunnar, þá sérstaklega á landsbyggðinni.

Hann segir sóknargjöldin vera mikilvæg vegna þess að þau styrki sjálfboðastarf sem sinni samfélagsþjónustu á vegum þjóðkirkjunnar um land allt sem margir reiði sig á.

Í síðustu viku tilkynnti fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp næsta árs. Í því kemur fram að til standi að lækka sóknargjöld um 7,1% og nemur heildarlækkun sóknargjaldsins frá gildandi fjárlögum því 220,7 milljónum króna.

Veruleg áhrif á landsbyggðinni

„Lækkun sóknargjaldanna hefur veruleg áhrif á starf kirkjunnar á landsbyggðinni, en minni í Reykjavík og stærstu sóknunum,“ segir Steindór.

„Landsbyggðinni mun blæða verst fyrir þetta vegna þess að hún reiðir sig á þessa peninga til þess að geta haldið uppi starfi og alls konar aðstoð við sitt samfélag,“ bætir hann við og vísar þar meðal annars til þjónustu kirkjunnar við börn, unglinga og eldri borgara.

Að sögn Steindórs munu forsvarsmenn þjóðkirkjunnar koma sjónarmiðum sínum hvað lækkunina varðar á framfæri til yfirvalda, eins og gert hafi verið undanfarin ár.

Meira í Morgunblaðinu í dag, mánudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka