Leggja til 15 milljónir króna í átta mánuði

Samgöngur á Norðausturlandi eru nú til skoðunar í innviðaráðuneytinu.
Samgöngur á Norðausturlandi eru nú til skoðunar í innviðaráðuneytinu. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Nokkrir þingmenn Norðausturkjördæmis funduðu með sveitarstjórn Norðurþings í liðinni viku um stöðu áætlunarflugs til og frá Húsavík. Til stendur að leggja flugið niður um næstu mánaðamót.

Byggðarráð Norðurþings hefur lagt fram tillögu sem fæli í sér 15 milljóna króna stuðning ríkisins á mánuði í átta mánuði til að brúa bilið þar til hægt verði að halda fluginu áfram án utanaðkomandi stuðnings. Samgöngur á Norðausturlandi eru nú til skoðunar í innviðaráðuneytinu.

Auðvitað högg

Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að um sé að ræða flókið mál sem þurfi að skoða frá öllum vinklum.

„Auðvitað er þetta högg fyrir samfélagið,“ segir hún og bætir við að Vaðlaheiðargöng, sem voru opnuð árið 2018, hafi þó verið jákvætt skref í samgöngumálum á svæðinu. Flugfélagið Ernir hefur flogið reglulega til Húsavíkur frá árinu 2012.

Meira í Morgunblaðinu í dag, mánudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert