Mikilvægt að heilbrigðiskerfið læri af mistökum

Alma Möller landlæknir segist ekki vera í nokkrum vafa um …
Alma Möller landlæknir segist ekki vera í nokkrum vafa um að frumvarpið verði til góðs. mbl.is

Heilbrigðisráðherra vinnur að lagafrumvarpi sem er ætlað að skýra meðferð alvarlegra atvika sem og réttarstöðu heilbrigðisstarfsmanna. Alma Möller landlæknir segist ekki vera í nokkrum vafa um að frumvarpið verði til góðs.

Alma sat ráðstefnu um öryggi sjúklinga í gær. Talið er að allt að 10% sjúklinga á bráðasjúkrahúsum verði fyrir einhvers konar atviki og að hægt ætti að vera að fyrirbyggja umtalsverðan hluta þeirra.

Í frumvarpi ráðherra er meðal annars kveðið á um innra eftirlit stofnana sem Alma segir gríðarlega mikilvægt.

Hún segir að frumvarpið sé mikilvægt til að tryggja að lært sé af alvarlegum atvikum er þau koma upp og að þau gerist ekki aftur, „frekar en að leita að sökudólgum“.

Viðtalið við Ölmu má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag, mánudag.

Í frumvarpi ráðherra er meðal annars kveðið á um innra …
Í frumvarpi ráðherra er meðal annars kveðið á um innra eftirlit stofnana sem Alma segir gríðarlega mikilvægt. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert