Skilti féll á Breiðholtsbraut eftir árekstur

Lögreglan mætti á vettvang um hádegi þar sem skiltið lá …
Lögreglan mætti á vettvang um hádegi þar sem skiltið lá þvert yfir Breiðholtsbrautina. Ljósmynd/Aðsend

Umferðarskilti við Breiðholtsbraut féll yfir veginn þegar krani á vörubíl rakst í það fyrr í dag.

Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir við mbl.is að þarna hafi vörubifreiðarstjóri verið við akstur en kraninn á bílnum hafi verið bilaður og gat bílstjórinn því ekki dregið hann niður.

Þá rakst kraninn í skiltið þegar hann var við akstur á Breiðholtsbraut, með þeim afleiðingum að skiltið féll á veginn.

Tilkynning barst lögreglu kl. 11:46 og þegar viðbragðsaðilar mættu á vettvang var ljóst að engan hafði sakað og að enginn bíll lent undir skiltinu.

Gunnar reiknar með því að nú sé búið að fjarlæga skiltið af veginum, enda eru þrír tímar liðnir síðan það datt.

Skiltið féll þegar krani á vörubíl rakst í það.
Skiltið féll þegar krani á vörubíl rakst í það. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert