Tekinn fyrir kókaín í póstsendingu frá Hollandi

Efnin voru falin í póstsendingu frá Hollandi, en þau voru …
Efnin voru falin í póstsendingu frá Hollandi, en þau voru innan um hundavörur. Ljósmynd/Colourbox

Rúmlega fimmtugur hollenskur karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir tilraun til innflutnings á einu kílói af kókaíni frá Hollandi. Voru efnin með 82-83% styrkleika og voru falin í pappakassa sem kom í póstsendingu til landsins.

Í ákæru málsins kemur fram að efnin hafi verið falin innan um varning fyrir hunda sem komu hingað til lands í júní. Lögreglan lagði hald á sendinguna í póstmiðstöð Íslandspósts og fjarlægði efnin. Maðurinn sótti sendinguna svo 3. júlí á pósthús og fór með hana á gistiheimili þar sem hann var handtekinn í kjölfarið.

Maðurinn hefur setið í varðhaldi á Litla-Hrauni frá því að málið kom upp, en farið er fram á að hann verði dæmdur til refsingar og að efnin auk Samsung-síma hans verði gerð upptæk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert