Vigdís Másdóttir er nýr kynningar- og markaðsstjóri menningarmála í Kópavogi.
Í tilkynningu Kópavogsbæjar, þar sem frá þessu er greint, segir enn fremur að umsækjendurnir um starfið hafi verið 120 talsins.
Vigdís starfaði áður sem kynningarstjóri Listaháskóla Íslands en þar stýrði hún kynningar-, markaðs-, og viðburðastarfi skólans, auk þess sem hún leiddi teymi verkefnastjóra þvert á skólann.
Hún er með meistaragráðu í listkennslu og leikarapróf frá LHÍ. Þá býr hún að mikilli reynslu í viðburðahaldi og markaðstengdum verkefnum, að því er fram kemur í tilkynningunni.